Be Safe Online
Safer Use of Services on the Internet
ÖRUGG NOTKUN NETSINS
GULLNAR REGLUR
VEFURINN
HEIMASÍÐUR
TÖLVUPÓSTUR
SPJALLRÁSIR
SKYNDISKILABOÐ
FRÉTTAHÓPAR
SKRÁARSKIPTI
VERSLUN Á NETINU
NETSíUR
TÖLVUVíRUSAR
EINELTI Á NETINU
ORÐSKÝRINGAR
ÞITT ÁLIT
Heimili og skóli
Verslun á Netinu
Mother and Children  Using Computer

Netið býður uppá ýmsa kosti fyrir þá sem eru í verslunarhugleiðingum. Meðal kosta þess að versla á Netinu er að kaupandinn getur nálgast vörur sem ekki fást í verslunum í nágrenni við heimili hans. Þá getur verslun á Netinu sparað tíma og fyrirhöfn og í sumum tilfellum einnig peninga, t.d. ef hægt er að kaupa vörur ódýrar frá öðrum löndum. Samanburður á verði og eiginleikum vöru er einnig auðveldari á Netinu.

Venjulega greiðir viðskiptavinur fyrir vörur á Netinu með kreditkorti en það setur ákveðin takmörk fyrir því að ungt fólk noti Netið til að kaupa vöru. Hugsanlega verður farið að bjóða greiðslumöguleika á Netinu með Smartkorti, en það er kort sem foreldrar eða forráðamenn unglinga greiða inná fyrirfram.

Algeng vandamál
Erfitt getur verið að finna réttu vöruna og rétta söluaðilann því úrvalið er mikið. Þegar leita á að tiltekinni vöru þarf að slá inn heiti vörunnar og jafnvel tegund. Eftir því sem leitarstrengurinn er nákvæmari því auðveldari verður leitin. Ein aðferð er að fara beint inn á verslunarsvæði hjá verslun sem er þekkt og leita á vefsvæði hennar að tiltekinni vöru. Það veitir einnig öryggi að kaupa af þekktum aðila, einkum hvað varðar greiðslur, skilafresti og ábyrgð. Aðgætið vel allar upplýsingar um söluaðilann s.s. heimilisfang, símanúmer o.s.frv. Samtök verslunar og þjónustu hafa gefið út siðareglur um netviðskipti sem gott er að kynna sér, bæði fyrir kaupendur og seljendur.

Öryggi er neytendum mikið kappsmál og vantraust þeirra á öryggi netverslunar hefur staðið í vegi fyrir vexti hennar. Heyrst hafa sögur af því að brotist hafi verið inn í tölvukerfi hjá fyrirtækjum og kreditkortanúmerum stolið. Hvað sem þeim sögum líður er líklegra að þjófar komist yfir kortanúmer með öðrum hætti s.s. á veitingahúsum eða í verslunum. Ef fólk temur sér einfaldar reglur er verslun á Netinu tiltölulega örugg.

· Vertu viss um að þú sért á "öruggri" (secure) síðu áður en þú gefur upp nafn, heimilisfang eða kortanúmer. Í Internet Explorer kemur hengilás neðst í gluggann þegar vafrinn er á öruggu svæði. Þá eru upplýsingarnar sem þú sendir frá tölvunni þinni dulmálskóðaðar og settar í öruggan gagnagrunn. Ef fyrirtækið sem þú sendir upplýsingar vill láta þriðja aðila þær í té, gefur það þér tækifæri til að neita því. Leitaðu því eftir boxi sem býður þann möguleika og veldu að upplýsingar verði ekki sendar þriðja aðila.

  • Sendu aldrei kortanúmerið þitt í tölvupósti því það er alls ekki öruggur sendingarmáti.
  • Skoðaðu ætíð yfirlit frá kortafyrirtækjum og berðu saman við þínar úttektarnótur.
  • Ef þú verður var við grunsamlegar skuldfærslur hafðu þá strax samband við kortafyrirtækið. Haltu yfirlit yfir allar færslur á kortinu.
  • Prentaðu út upplýsingar af vefsíðunni sem þú notaðir og skráðu hjá þér pöntunarnúmer, reikningsnúmer o.þ.h.
  • Taktu afriti af öllum tölvupósti er varðar samskipti við söluaðila.
  • Hugsaðu þig vel um áður en þú kaupir.
  • Ef tilboðið á Netinu eða í tölvupóstinum er of gott til að vera satt, þá er það yfirleitt þannig. Mundu að aðgæta hvort um dulinn kostnað gæti verið að ræða s.s. tolla, virðisaukaskatt, pökkunar- og sendingarkostnað.
  • Ef þú telur að þú hafir verið svikinn í viðskiptum á Netinu skaltu leita til lögreglu.
Efst á síðu

ÖRUGG NOTKUN NETSINS -- GULLNAR REGLUR --  VEFURINN --  HEIMASÍÐUR
TÖLVUPÓSTUR
--  SPJALLRÁSIR -- SKYNDISKILABOР-- FRÉTTAHÓPAR
SKRÁARSKIPTI -- VERSLUN Á NETINU -- NETSíUR -- TÖLVUVíRUSAR -- EINELTI Á NETINU -- ORÐSKÝRINGAR -- ÞITT ÁLIT --