Netið býður uppá ýmsa kosti fyrir
þá sem eru í verslunarhugleiðingum. Meðal
kosta þess að versla á Netinu er að kaupandinn
getur nálgast vörur sem ekki fást í verslunum
í nágrenni við heimili hans. Þá getur
verslun á Netinu sparað tíma og fyrirhöfn
og í sumum tilfellum einnig peninga, t.d. ef hægt er
að kaupa vörur ódýrar frá öðrum
löndum. Samanburður á verði og eiginleikum vöru
er einnig auðveldari á Netinu.
Venjulega greiðir viðskiptavinur fyrir vörur á
Netinu með kreditkorti en það setur ákveðin
takmörk fyrir því að ungt fólk noti
Netið til að kaupa vöru. Hugsanlega verður farið
að bjóða greiðslumöguleika á Netinu
með Smartkorti, en það er kort sem foreldrar eða
forráðamenn unglinga greiða inná fyrirfram.
|