Be Safe Online
Safer Use of Services on the Internet
ÖRUGG NOTKUN NETSINS
GULLNAR REGLUR
VEFURINN
HEIMASÍÐUR
TÖLVUPÓSTUR
SPJALLRÁSIR
SKYNDISKILABOÐ
FRÉTTAHÓPAR
SKRÁARSKIPTI
VERSLUN Á NETINU
NETSíUR
TÖLVUVíRUSAR
EINELTI Á NETINU
ORÐSKÝRINGAR
ÞITT ÁLIT
Heimili og skóli
Skyndiskilaboð
Whispering Children image

Algengustu forrit sem notuð eru til að eiga samskipti sem við köllum skyndiskilaboð, eru MSN Messenger, ICQ og Yahoo Messenger. Þetta eru forrit sem gera fólki mögulegt að eiga samskipti sín á milli með textaskilaboðum í rauntíma. Texti fer á milli eins eða fleiri aðila sem hafa heimilid til að taka þátt í "samræðunum". Munur á samskiptum sem fara fram á spjallrásunum og skyndiskilaboðum eru aðallega þau að aðrir en þeir sem eiga samskiptin eiga ekki að geta séð skilaboðin. Einnig má skiptast á skrám með þessum hætti. Skyndiskilaboð eru vinsæl samskiptaleið, einkum milli vina og vinnufélaga sem skiptast á fréttum, gróusögum ofl. Hægt er að búa til vinalista og bæta inn á hann aðilum sem nota samskonar forrit. Þegar notandi er tengdur Netinu fær hann upplýsingar þegar aðilarnir á listanum tengjast og þannig geta menn séð hverjir úr vinahópnum eru tengdir hverju sinni. Flest forrit bjóða þann möguleika að notendur skilgreini áhugamál sín og geti þannig fundið nýja félaga með sömu eða svipuð áhugamál.

Til að geta notað skyndiskilaboð þarf að sækja forrit frá vefsíðu þess aðila sem notandi kýs. Til að fá heimild fyrir því að sækja forritið þarf að skrá sig og velja skjánafn (kenninafn). Síðan þarf að setja forritið upp á tölvunni og byggja upp eigin lista af netvinum.
Margir skólar banna uppsetningu forrita af þessari gerð á skólatölvur.

Algeng vandamál
Erfitt er að vita við hverja börn eða unglingar tala þegar þau nota þessa þjónustu, hvert umræðuefnið er eða hvort þau verða fyrir áreiti sem foreldrar eða forráðamenn telja óæskilegt. Það veldur einnig áhyggjum að hugsanlega þykjast fullorðnir einstaklingar hafa áhuga á tilteknu málefni, einungis til að komast í samband við börn og unglinga. Talið því við börnin og komist að því hvernig þau eru að nota skyndiskilaboðin og hverjir vinir þeirra á Netinu eru og hvernig þeir "hittust".

Oft vita foreldrar og forráðamenn ekki hvort á heimilistölvunni eru forrit fyrir skyndiskilaboð. Leitið eftir nöfnum á forritum fyrir skyndiskilaboð annað hvort á aðalskjánum eða í yfirlitinu yfir forrit. Til að komast í yfirlit yfir forrit sem eru á tölvunni er smellt á "Start" hnappinn neðst í vinstra horninu og síðan á "Programs" þá birtist listi yfir flest þau forrit sem eru á tölvunni. Einnig gæti verið skjámynd neðst í hægra horni skjásins og með því að renna yfir myndirnar birtist nafnið á forritunum sem þau standa fyrir. Spyrjið börnin hvort þau noti eða þekki skyndiskilaboð og hvetjið þau til að segja ykkur frá því hvort þau hafi orðið fyrir óþægilegri upplifun við notkun þeirra.

Þegar ókunnur aðili reynir að hafa samband við börn eða unglinga á Netinu ættu þau að fara varlega og gefa ekki upp neinar persónuupplýsingar. Ef þú þekkir einhvern sem gegnum skyndiskilaboð hefur orðið fyrir óþægilegri upplifun eða áreiti, ættir þú að hvetja hann til að tilkynna það kerfisstjórn þeirrar þjónustu sem notuð er. Upplýsingar um slíkt er að finna á viðkomandi vefsíðu. Gefið upp skjánafn/kenni viðkomandi aðila og segið frá hvenær þessi óþægilegi atburður átti sér stað og í hverju hann var fólginn. Viðkomandi verður aðvaraður eða aftengdur þjónustunni eftir því sem við á.

Skyndiskilaboðum fylgir ákveðin hætta á að fá senda vírusa eða óæskilegt efni. Því ætti ekki að þiggja skjöl frá aðilum sem maður þekkir ekki vel. Einnig er rétt að hafa vírusvarnarforrit uppsett til að skoða þau skjöl sem maður fær send.

Efst á síðu

ÖRUGG NOTKUN NETSINS -- GULLNAR REGLUR --  VEFURINN --  HEIMASÍÐUR
TÖLVUPÓSTUR
--  SPJALLRÁSIR -- SKYNDISKILABOР-- FRÉTTAHÓPAR
SKRÁARSKIPTI -- VERSLUN Á NETINU -- NETSíUR -- TÖLVUVíRUSAR -- EINELTI Á NETINU -- ORÐSKÝRINGAR -- ÞITT ÁLIT --