Be Safe Online
Safer Use of Services on the Internet
ÖRUGG NOTKUN NETSINS
GULLNAR REGLUR
VEFURINN
HEIMASÍÐUR
TÖLVUPÓSTUR
SPJALLRÁSIR
SKYNDISKILABOÐ
FRÉTTAHÓPAR
SKRÁARSKIPTI
VERSLUN Á NETINU
NETSíUR
TÖLVUVíRUSAR
EINELTI Á NETINU
ORÐSKÝRINGAR
ÞITT ÁLIT
Heimili og skóli
Vefurinn
Father And Son Using Computer

Enginn vafi leikur á að Netið á Veraldarvefnum vinsældum sínum að fagna. Þróun undanfarinna ára hefur líka verið ótrúlega hröð. Á vefnum er hvers konar margmiðlunarefni aðgengilegt á vefsíðum, s.s. hljóð, teiknimyndir, kvikmyndir og ýmiskonar leikir. Þróun í forritun hefur haldist í hendur við aukinn hraða. Til að komast á ákveðna heimasíðu þarf að slá inn slóð/lén síðunnar í gluggann á vafranum, t.d. er slóðin á heimasíðu Heimilis og skóla
http://www.heimiliogskoli.is og með því að slá þessa slóð í gluggann efst á síðunni og ýta á "enter" fer vafrinn á heimasíðu Heimilis og skóla. Tenglar hafa auðveldað mönnum að vafra um Netið og í raun "tengt það saman" og gert það aðgengilegt fyrir almenning.

Ekki þarf fara í grafgötur með að Netið hefur mikið fræðslu- og upplýsingagildi. Á Netinu má nálgast efni til að styðjast við í heimanámi eða við ritgerðasmíð eða til að leita sér aukinnar þekkingar á alls konar málefnum. Á Netinu er líka hægt að láta skoðanir sínar í ljós, taka þátt í umræðum, varpa fram spurningum og margt fleira. Þrátt fyrir að á Netinu leynist ákveðin felst ákveðin hætta í því að neita börnum og ungu fólki um aðgang að því, um leið neitum við þeim að nálgast gagnlegar upplýsingar í nútímasamfélagi.

Algeng vandamál
Algengasta vandamálið er að finna þær upplýsingar sem verið er að leita að án þess að alls kyns óæskilegt efni verði á vegi notenda, s.s. klám, ofbeldi og kynþáttafordómar. Besta leiðin að ákveðnu efni eða síðu er að þekkja slóðina. Annars þarf að notast við leitarvél. Sem dæmi um íslenskar leitarvélar má nefna www.leit.is og www.ha.is. Erlendar leitarvélar eru t.d. www.google.com og www.altavista.com,

Leitarvélar eru notaðar á þann hátt að leitarorð er slegið inn í þar til gerðan reit og niðurstaða leitar kemur fram á skjánum. Þó að notast sé við "saklaus" leitarheiti getur niðurstaða leitar engu að síður komið með niðurstöður sem vísa á óæskilegt efni. Sumar leitarvélar bjóða upp á "fjölskylduvæna leit" sem dregur úr líkum á að niðurstöður leitar vísi á óæskilegt efni.

Sumar leitarsíður bjóða upp á fyrirfram skilgreindar skrár yfir leitarorð. Sem dæmi má nefna. Á þessum skrám má oft sjá leitarorð sem tengjast óæskilegu efni.

Til eru leitarvélar sérsniðnar að þörfum barna. Sem dæmi um þessar síður má nefna "Yahooligans" () og "Ask Jeeves for Kids" (www.ajkids.com). Þessar síður henta hins vegar ekki unglingum nægjanlega vel.

Þegar vafri eins og Internet Explorer er notaður er hægt að smella á hnappinn "History" ofarlega á skjánum. Þannig opnast listi yfir þær síður sem hafa nýlega verið skoðaðar. Einfalt er að eyða þessum lista með því að fara í "Tools" og í "Internet Options" og smella á "Clear History". Ef "History" skráin er tóm má álykta að einhver vilji leyna því hvaða slóð var valin og það gefur tilefni til umræðu á heimilinu.

Í mörgum skólum er reynt að hindra aðgang að óæskilegu efni á Netinu. Ef þið eruð í vafa um hvernig þessum málum er háttað í skólum barna ykkar skuluð þið ekki hika við að spyrjast fyrir um það. Það er sjálfsögð krafa foreldra að skólar hindri eftir fremsta megni aðgengi barna að óæskilegu efni á Netinu. Í skólum ættu líka að vera til verklagsreglur um hvernig tekið er á málum ef í ljós kemur að vefsíður með óæskilegu efni komast í gegnum hindranir séu þær á annað borð fyrir hendi.

Tæknilegar lausnir við að útiloka óæskilegt efni eru enn sem komið er ekki fullkomnar. Einkum er notast við tvær aðferðir. Önnur gengur út á að allt er bannað nema það sem er leyft en hin að allt sé leyft nema það sem er bannað. Fyrri aðferðin hefur þann stóra galla að útiloka margs konar efni sem hefur fræðslu- og upplýsingagildi. Seinni aðferðin hefur þann galla að stöðugt þarf að viðhalda þeim kerfum sem nota þessa nálgun.

Í Internet Explorer er hægt að setja síu á óæskilegt efni en vandamálið við þá síu er að hún hindrar líka að hægt sé að skoða flestar íslenskar síður, s.s.
www.mbl.is, www.visir.is, www.torg.is,
www.menntamalaraduneyti.is og www.heimiliogskoli.is
Sían er því í raun ónothæf.

Aðrar síur eru í boði og setja þarf þær sérstaklega upp. Síminn Internet (www.siminn.is) býður m.a. upp á Netvörð (Cyber Patrol). Netvörður hefur fengið ágæta dóma og þykir auðveldur í uppsetningu.

Samtökin Barnaheill eru aðilar að verkefni sem m.a. er styrkt af Evrópusambandinu. Verkefnið miðar að því að stöðva barnaklám á Netinu og við hvetjum alla sem verða varir við slíkt að hafa samband við Barnaheill og koma ábendingunni til þeirra með tölvupósti eða eftir öðrum leiðum. Heimasíða Barnaheilla er www.barnaheill.is.

Hvetjið börn til að fara varlega í að skrá sig á hvers konar síður sem lofa öllu fögru. Til eru alls konar vafasamir "klúbbar" og "keppni" á Netinu og alls konar "þú hefur unnið" borðar sem ekkert er að marka. Mörg vefsvæði birta jafnvel stefnu um persónuvernd en það er engin trygging fyrir því að farið sé eftir henni.

Farið varlega ef ætlunin er að sækja forrit á Netinu og sækið þau aðeins frá aðilum sem þið teljið að hægt sé að treysta. Á sumum vefsvæðum á Netinu er boðið upp á að hægt sé að sækja einhverja forritsbúta, t.d. til að taka þátt í leik. Oft fylgja óæskileg viðhengi slíkum forritum.

Alls ekki trúa öllu á Netinu. Þar er ekkert gæðaeftirlit og mikið er um rangtúlkanir, ónákvæmni og það sem kalla mætti hvíta lýgi. Skoða verður vel hver gefur upplýsingar og meta áreiðanleika þeirra. Fullorðnir eru betur í stakk búnir til þess en börn.

Mikilvægt er að foreldrar ræði við börnin um netnotkun til að öðlast betri skilning og þekkingu á því hvernig börn nota Netið. Fylgist því vel með hvað þau eru að gera, spyrjið þau það hvað þau geta gert og sýnið því áhuga sem þau eru að fást við. Leysið með þeim verkefni á Netinu sem tengjast beint náminu og öðlist þannig meiri skilning og þekkingu.

Frekari upplýsingar

Þetta efni er hluti af verkefni sem miðar að því að auka vitund foreldra og kennara á óæskilegu efni á Netinu. Verkefnið er unnið af Heimili og skóla og að hluta til fjármagnað af Evrópusambandinu. Aðalstyrktaraðili þess á Íslandi er Síminn. Auk þess styrkja menntamálaráðuneytið og samgönguráðuneytið verkefnið.

Efst á síðu

ÖRUGG NOTKUN NETSINS -- GULLNAR REGLUR --  VEFURINN --  HEIMASÍÐUR
TÖLVUPÓSTUR
--  SPJALLRÁSIR -- SKYNDISKILABOР-- FRÉTTAHÓPAR
SKRÁARSKIPTI -- VERSLUN Á NETINU -- NETSíUR -- TÖLVUVíRUSAR -- EINELTI Á NETINU -- ORÐSKÝRINGAR -- ÞITT ÁLIT --