Be Safe Online
Safer Use of Services on the Internet
ÖRUGG NOTKUN NETSINS
GULLNAR REGLUR
VEFURINN
HEIMASÍÐUR
TÖLVUPÓSTUR
SPJALLRÁSIR
SKYNDISKILABOÐ
FRÉTTAHÓPAR
SKRÁARSKIPTI
VERSLUN Á NETINU
NETSíUR
TÖLVUVíRUSAR
EINELTI Á NETINU
ORÐSKÝRINGAR
ÞITT ÁLIT
Heimili og skóli
Gullnar reglur
Mother and Children  Using Computer

Á Netinu er fjöldinn allur af fróðleik og skemmtiefni en það hefur einnig sínar skuggahliðar. Því er mikilvægt að setja leiðbeiningar um netnotkun. Eftirfarandi gullnar reglur er gott að hafa í huga.

  1. Varist að setja persónulegar upplýsingar, svo sem nafn, aldur, heimilisfang og símanúmer á Netið
  2. Börn ættu að láta fullorðna vita ef einhver spyr þau persónulegra spurninga
  3. Segið börnum frá því að sumir villi á sér heimildir á Netinu
  4. Kynnið ykkur þær vefsíður sem börnin eru að skoða og/eða nota
  5. Netið er ekki ritskoðað, leggið því ekki trúnað á allt sem þið sjáið eða lesið þar.
  6. Hvetjið börn ykkar til að segja frá því sem þeim finnst ógnandi, eða vekur óhug og ótta
  7. Hafið í huga að barn getur móttekið eða séð óæskilegt efni, fyrir slysni
  8. Notið Netið sem eðlilegan hluta af samverustundum fjölskyldunnar
  9. Hafið tölvuna frekar í opnu rými en í barnaherbergjum
  10. Börn ættu einungis að opna tölvupóst frá þeim sem þau þekkja
  11. Reynið að fræðast um netvini barnsins á sama hátt og þið viljið þekkja aðra vini þess
  12. Hvetjið börn ykkar til að biðja um leyfi áður en þau hringja til þeirra sem þau kynnast á Netinu
  13. Börn ættu að fá leyfi frá foreldrum áður en þau hitta netvini sína
  14. Kennið börnum að forðast spjallrásir þar sem notað er gróft eða ógnandi orðbragð
  15. Setjið börnum skýr mörk þegar kemur að netnotkun.
  16. Njótið þess að vafra

ÖRUGG NOTKUN NETSINS -- GULLNAR REGLUR --  VEFURINN --  HEIMASÍÐUR
TÖLVUPÓSTUR
--  SPJALLRÁSIR -- SKYNDISKILABOР-- FRÉTTAHÓPAR
SKRÁARSKIPTI -- VERSLUN Á NETINU -- NETSíUR -- TÖLVUVíRUSAR -- EINELTI Á NETINU -- ORÐSKÝRINGAR -- ÞITT ÁLIT --