Stuðningur er mikilvægur:
Þolendur eineltis bæði börn og fullorðnir
geta fengið þá tilfinningu að þeir verðskuldi
ofbeldið sem þeir eru beittir. Þeir eru vanmáttugir
og berskjaldaðir, sjálfsmyndin er slæm og sjálfstraustið
í lágmarki. Einstaklingi með slíka líðan
er hætt við sjálfsvígshugmyndum.
Því er mikilvægt að þekkja einelti
og uppræta það þar sem það þrífist.
Einelti á Netinu kemur fram á spjallrásum
einnig birtist það í formi skyndiskilaboða,
tölvupósts og á heimasíðum. Það
getur komið fram í myndatexta, þar sem sett er
mynd eða myndir á Netið og þeim sem vilja boðið
að setja texta við hveja mynd. Nú þegar eru
dæmi þess að þolendur hafi svipt sig lífi
vegna eineltis á Netinu.
Foreldrar ættu að gæta þess vel að að
upplýsa börn sín um einelti og afleiðingar
þess bæði fyrir gerendur og þolendur. En rétt
er að geta þess að Dan Olweus prófessor við
háskólann í Björgvin sagði á
þingi hér á Íslandi í vetur, að
64% barna sem voru gerendur í eineltismálum, hafi
komist í kast við lögin fyrir 24 ára aldur.
|