Be Safe Online
Safer Use of Services on the Internet
ÖRUGG NOTKUN NETSINS
GULLNAR REGLUR
VEFURINN
HEIMASÍÐUR
TÖLVUPÓSTUR
SPJALLRÁSIR
SKYNDISKILABOÐ
FRÉTTAHÓPAR
SKRÁARSKIPTI
VERSLUN Á NETINU
NETSíUR
TÖLVUVíRUSAR
EINELTI Á NETINU
ORÐSKÝRINGAR
ÞITT ÁLIT
Heimili og skóli
Einelti á Netinu
Father And Son Using Computer

Einelti finnst því miður víða m.a. á heimilum og í skólum. Í skólanámsskrá hvers skóla á að vera eineltisáætlun sem ætti einnig að ná yfir einelti á Netinu. Þessa áætlun á að ræða árlega við foreldra, starfsmenn skóla og nemendur. Einnig þarf að endurskoða slíka áætlun reglulega. Það er mikilvægt að foreldrar þekki þær aðgerðir sem skólinn grípur til þegar grunur vaknar um að einelti eigi sér stað í skólanum.
Foreldrar verða að geta treyst því að kvartanir um einelti séu teknar alvarlega.

Einelti getur verið:

  • Líkamlegt: hrindingar, spörk, kýlingar, allar gerðir líkamlegsofbeldis, hótanir;
  • Munnlegt: uppnefningar, meinyrði, gróusögur, varanleg stríðni;
  • Tilfinningalegt: hafa að háði og spotti, niðurlæging, útilokun frá hópi eða þátttöku;
  • Kynþáttahatur: ögra vegna kynþáttar, veggjakrot, táknmál;
  • Kynferðislegt: óvelkomin líkamleg snerting, ruddalegar, móðgandi athugasemdir.

Börn sem lögð eru í einelti veigra sér oft við að kvarta við foreldra eða starfsmenn skóla. En vakni grunur um einelti eða barn kvartar ber að taka slíkt alvarlega. Þótt einhverjum þyki ákveðin orð og athæfi ekki bera vott um að viðkomandi sé lagður í einelti, nægir að sá sem framkomunni er beint að upplifi hana sem ofbeldi til að meðhöndla málið sem slíkt.

Efst á síðu

Stuðningur er mikilvægur:
Þolendur eineltis bæði börn og fullorðnir geta fengið þá tilfinningu að þeir verðskuldi ofbeldið sem þeir eru beittir. Þeir eru vanmáttugir og berskjaldaðir, sjálfsmyndin er slæm og sjálfstraustið í lágmarki. Einstaklingi með slíka líðan er hætt við sjálfsvígshugmyndum.
Því er mikilvægt að þekkja einelti og uppræta það þar sem það þrífist.

Einelti á Netinu kemur fram á spjallrásum einnig birtist það í formi skyndiskilaboða, tölvupósts og á heimasíðum. Það getur komið fram í myndatexta, þar sem sett er mynd eða myndir á Netið og þeim sem vilja boðið að setja texta við hveja mynd. Nú þegar eru dæmi þess að þolendur hafi svipt sig lífi vegna eineltis á Netinu.

Foreldrar ættu að gæta þess vel að að upplýsa börn sín um einelti og afleiðingar þess bæði fyrir gerendur og þolendur. En rétt er að geta þess að Dan Olweus prófessor við háskólann í Björgvin sagði á þingi hér á Íslandi í vetur, að 64% barna sem voru gerendur í eineltismálum, hafi komist í kast við lögin fyrir 24 ára aldur.

Efst á síðu

ÖRUGG NOTKUN NETSINS -- GULLNAR REGLUR --  VEFURINN --  HEIMASÍÐUR
TÖLVUPÓSTUR
--  SPJALLRÁSIR -- SKYNDISKILABOР-- FRÉTTAHÓPAR
SKRÁARSKIPTI -- VERSLUN Á NETINU -- NETSíUR -- TÖLVUVíRUSAR -- EINELTI Á NETINU -- ORÐSKÝRINGAR -- ÞITT ÁLIT --