Be Safe Online
Safer Use of Services on the Internet
ÖRUGG NOTKUN NETSINS
GULLNAR REGLUR
VEFURINN
HEIMASÍÐUR
TÖLVUPÓSTUR
SPJALLRÁSIR
SKYNDISKILABOÐ
FRÉTTAHÓPAR
SKRÁARSKIPTI
VERSLUN Á NETINU
NETSíUR
TÖLVUVíRUSAR
EINELTI Á NETINU
ORÐSKÝRINGAR
ÞITT ÁLIT
Heimili og skóli
Fréttahópar
Father And Son Using Computer

Fréttahópar eru á ákveðnu svæði á Netinu þar sem fer fram umræða eftir áhugamálum. Umræðan fer þannig fram að þátttakandi skrifar textaskilaboð sem hann sendir inn á ákveðið svæði þar sem aðrir geta skoðað skilaboðin og svarað þeim. Við þetta myndast það sem kallast þræðir þar sem svörin hanga við upphaflegu skilaboðin. Þessi umræða er opinber, þ.e. hver sem er getur lesið og skoðað það sem fer fram á þessum svæðum. Notendur geta einnig skipst á hljóð- og myndskrám. Til eru þúsundir fréttahópa af þessu tagi sem taka á öllum þáttum mannlífsins.

Hvernig eru fréttahópar notaðir?
Aðgangur að fréttahópum er háður því að internetþjónustuaðili bjóði upp á slíkt. Í flestum póstforritum er boðið upp á þann möguleika að tengjast fréttahópum. Internetþjónustuaðilar veita upplýsingar og aðstoð hvernig á að tengjast fréttahópum. Mjög einfalt er að tengjast fréttahópum og ætti ekki að taka lengri tíma en tvær til fjórar mínútur eftir að réttar upplýsingar um aðgang liggja fyrir.

Einnig má fá innsýn í fréttahópa í gegnum veraldarvefinn (WWW) með því t.d. að fara á slóðina
 http://groups.google.com

Þessi þjónusta er þó takmarkaðari en ef farið er inn á fréttahópa í gegnum póstforrit. Einnig er einungis boðið upp á texta, þ.e. myndum og hljóðupptökum er sleppt. Það þarf einnig að skrá sig til að taka þátt í umræðunum.

Fréttahópar geta verið mjög nytsamlegir og skemmtilegir, þar sem hægt er að fá álit sérfróðra aðila á ýmsum málum og deila skoðunum og reynslu með fólki sem hefur svipuð áhugamál. Áhugasviðin eru mörg og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Margir nota fréttahópa til að fá lausn á alls konar vandamálum, s.s. varðandi tölvur og forrit.

Skilaboðin eru send inn á hundruð fréttaþjóna sem senda skilaboð sín á milli. Fréttahópar eru lagskiptir þannig að fyrst er t.d. leitað að tónlist og síðan er farið í sérhæfðari skilgreiningu, s.s. Hip hop, klassík, jass og rapp.

Efst á síðu

Algeng vandamál
Í fréttahópum fer oft fram mikilvæg umræða sem hefur upplýsinga- og fræðslugildi. Einnig er mikið um alls kyns hópa með vafasömu efni sem fólk ætti að forðast. Víða eru settar inn auglýsingar um óæskilegt efni, s.s. klám og settir eru upp tenglar inn á vefsíður sem selja aðgang að klámefni og ofbeldismyndum. Það er líka þekkt að á fréttahópunum hafa farið fram viðskipti með myndefni sem flokkast undir barnaklám. Ef þú eða einhver sem þú þekkir verðið vör við slíkt ættuð þið að tilkynna það tafarlaust til lögreglu og senda tilkynningu til Barnaheilla www.barnaheill.is

Takið öllu með fyrirvara á slíkum síðum þar sem ekki fer fram mat á sannleiksgildi þess sem er skrifað á fréttahópana. Algengt er að settar séu fram rangar eða misvísandi fullyrðingar í fréttahópum, oft nafnlaust eða undir dulnefni.

Það sama gildir um fréttahópa og annað á Netinu, þ.e. ekki leggja trúnað á allt sem þar er sagt. Sem dæmi má nefna hafa aðilar reynt að hafa áhrif á gengi hlutabréfa með því að setja rangar upplýsingar inn á fréttahópana.

Vitað er að sumir skólar hindra aðgengi nemenda að fréttahópum á þeirri forsendu að þar sé fullt af óæskilegu efni og að þátttaka í slíkum hópum hafi takamarkað menntunargildi.

Foreldrar vita oft ekki hvort börnin þeirra eru að nota fréttahópa eða ekki. Þess vegna þurfa foreldrar að ræða við börnin hvort þau noti fréttahópa og á hvaða sviði. Foreldrar ættu að biðja börnin að sýna sér fréttahópana og fá að sjá hvaða fréttahópum þau eru "áskrifendur" að. Auk þess ættu foreldrar að brýna fyrir börnum að trúa alls ekki öllu því sem er á Netinu, hvorki í fréttahópum né annars staðar og að gæta þess að veita ekki persónuupplýsingar, s.s. símanúmer, heimilisfang, greiðslukortanúmer, eða nafn skóla. Með öðrum orðum þá er gott að hafa gullnu reglurnar í heiðri þegar farið er inn á fréttahópa.

Hafið einnig hugfast að setja alls ekki rangar eða villandi upplýsingar inn á fréttahópa. Það gilda sömu reglur á Netinu og við almenn samskipti manna. Þeir sem koma fram með skaðleg eða meiðandi ummæli um einhvern geta átt á hættu að verða lögsóttir.

Efst á síðu

ÖRUGG NOTKUN NETSINS -- GULLNAR REGLUR --  VEFURINN --  HEIMASÍÐUR
TÖLVUPÓSTUR
--  SPJALLRÁSIR -- SKYNDISKILABOР-- FRÉTTAHÓPAR
SKRÁARSKIPTI -- VERSLUN Á NETINU -- NETSíUR -- TÖLVUVíRUSAR -- EINELTI Á NETINU -- ORÐSKÝRINGAR -- ÞITT ÁLIT --