Algeng vandamál
Skólar reyna oft að koma í veg fyrir að nemendur
tengist spjallrásum en oft sjá krakkarnir við
því og komast fram hjá slíkum hindrunum.
Umræðuefnið á spjallrásum tengist oft
vandamálum og ungmenni sjá oft óviðeigandi
orðbragð, m.a. um kynlíf. Þau gætu einnig
verið hvött til að senda af sér myndir og þau
gætu einnig fengið óviðeignadi og óæskilegar
myndir. Þess eru dæmi að aðilar hafa stefnt
að því að kynnast unglingum á spjallrás
með það í huga að hitta þá
í raunveruleikanum með þeim ásetningi að
fremja lögbrot, s.s. nauðgun eða önnur ofbeldisverk.
Besta ráðið er að ræða netnotkun við
börn og hlusta á þau segja frá reynslu
sinni á Netinu. Mikilvægt er að ræða
öll vandamál sem upp kunna að koma og hvetja þau
til að segja frá. Reynslan sýnir að boð
og bönn leysa ekki allan vanda og því er oft besta
ráðið að ræða hlutina og reyna að
komast að samkomulagi.
Það er sérlega mikilvægt að foreldrar
ræði ógn þess ókunnuga og mikilvægi
þess að gefa ekki upp persónuupplýsingar.
Hvetjið börnin til að segja frá því
ef þau verða fyrir slæmri upplifun á Netinu
þannig að hægt sé að rannsaka málið.
Hafið fyrst samband við þann sem er ábyrgur
fyrir svæðinu en ef vandamálið vex er best
að hafa samband við lögreglu.
|