Be Safe Online
Safer Use of Services on the Internet
ÖRUGG NOTKUN NETSINS
GULLNAR REGLUR
VEFURINN
HEIMASÍÐUR
TÖLVUPÓSTUR
SPJALLRÁSIR
SKYNDISKILABOÐ
FRÉTTAHÓPAR
SKRÁARSKIPTI
VERSLUN Á NETINU
NETSíUR
TÖLVUVíRUSAR
EINELTI Á NETINU
ORÐSKÝRINGAR
ÞITT ÁLIT
Heimili og skóli
Notendur skiptast á skrám
Father And Son Using Computer

Til eru nokkrar útgáfur af forritum sem gera fólki kleift að skiptast á skrám á Netinu. Líklega var Napster þeirra vinsælast en mörg önnur hafa náð töluverðri útbreiðslu- s.s. BearShare, Gnutella og KaZaA. Flest þessara forrita hafa það að markmiði að tengja fjölda tölva þannig að hægt er að leita að tilteknu efni eða tiltekinni skrá. Ef notandi leitar að tiltekinni skrá og hún finnst, þá er hægt að sækja hana með einföldum hætti, oftast með því einu að smella á upplýsingar um skrána. Við það kemst á samband milli tveggja tölva, þ.e. tölvunnar sem geymir skrána og þeirrar sem sækir hana. Þessi aðferð er mikið notuð við að deila hvers konar tónlist, myndefni, forritum og skrám á tölvutæku formi.

Einstaklingar gerast meðlimir að þessari þjónustu með því að skrá sig og sækja forrit sem þeir setja upp á sinni tölvu. Að því loknu er ekkert til fyrirstöðu að sækja sér skrár. Notendur setja síðan skrár sem þeir vilja deila með öðrum, á skilgreint svæði þannig að auðvelt er fyrir aðra að sækja skrárnar. Þannig verður til ein stór órofa heild þar sem ekki skiptir máli þó ein tölva loki fyrir tenginguna.
Með því að fara á leitarsvæði í forritinu er hægt að leita að efni eftir leitarheitum. Napster var þekktasta þjónustan á þessu sviði og mjög vinsæl meðal þeirra sem skiptast á tónlistarskrám. Höfundaréttur er oft brotinn með þessari þjónustu enda er mjög auðvelt að sækja sér tónlist og kvikmyndir sem síðan má skrifa á geisladiska.

Algeng vandamál
Sum þessara þjónustusvæða leyfa skipti á allskonar rafrænu efni s.s. texta, hljóðskrám, myndum, kvikmyndum og forritum. Í mörgum tilfellum stangast það
á við höfundarétt að skiptast á þessum skrám.

Töluvert er um dreifingu og skipti á óæskilegu efni s.s. klámi og ofbeldi. Jafnvel sakleysisleg leit að tónlist getur leitt til þess að upp komi listi yfir efni sem ekki er æskilegt fyrir ungt fólk. Það ber að hafa í huga að jafnvel þó að nafn skráa sem birtast, virðist sakleysisleg, er alls ekki víst að innihaldið sé það einnig.

Tölvuvírusum er gjarnan dreift með þessum hætti. Því ættu allir að vera með vírusvarnir á tölvunum sínum og skanna skjöl sem þeir sækja.

Margir skólar leyfa ekki skipti á skrám á þennan máta. Þeir sem gera það ættu að taka til athugunar að setja upp hindranir.

Oft vita foreldrar og forráðamenn ekki að börn þeirra nota svona þjónustu. Þeir ættu því að athuga hvort sett hefur verið upp á þeirra tölvu eitthvert forrit sem notað er til skráaflutninga. Skoðið því hvort þið sjáið nöfn s.s. BearShare, Gnutella og KaZaA, Morpheus eða Aimster. Sé eitthvert þessara forrita á vélinni þá er um að gera að ræða það við börnin og spyrja hvort þau hafi notað þessi forrit, hvernig og til hvers.

Hugbúnaður sem á að hindra óæskilegt efni nær oft ekki að hindra flutning á skrám. Hafið samband við netþjónustuna ykkar og spyrjið hvort sá hugbúnaður sem þið hafið valið nái að hindra skráarflutninga og þá hvernig.

Það þarf líka að hafa í huga að með því að leyfa opinn aðgang að eigin tölvu eru notendur að taka áhættu. Óheiðarlegir aðilar geta komist í önnur gögn á tölvunni og sótt þau eða eytt þeim. Þegar notendur tengjast inn á svæði til skráarflutnings, heimila þeir aðgang að ákveðnum hluta harða disksins í eigin tölvu og þar sem sum stýrikerfi og forritshlutar hafa veikleika er ekki útilokað að hægt sé að komast framhjá innbyggðum vörnum og yfirtaka vélina.

Efst á síðu

ÖRUGG NOTKUN NETSINS -- GULLNAR REGLUR --  VEFURINN --  HEIMASÍÐUR
TÖLVUPÓSTUR
--  SPJALLRÁSIR -- SKYNDISKILABOР-- FRÉTTAHÓPAR
SKRÁARSKIPTI -- VERSLUN Á NETINU -- NETSíUR -- TÖLVUVíRUSAR -- EINELTI Á NETINU -- ORÐSKÝRINGAR -- ÞITT ÁLIT --