Algeng vandamál
Við getum lokað fyrir aðgang okkar barna að efni
á netinu með netsíu en það er ekki þar
með sagt að nágranninn setji netsíu á
sína tölvu. Þar með geta okkar börn e.t.v.
átt greiðan aðgang að öllu efni á
netinu á heimilum félaga sinna. Ekki síst ef
þar er sítenging.
Í Internet Explorer er hægt að setja á
síun á óæskilegu efni en vandamálið
við þá síu er að hún hindrar
líka að hægt sé að skoða flestar
íslenskar síður s.s. http://www.mbl.is og http://www.heimiliogskoli.is.
Sían fellur því um sjálfa sig og er í
raun ónothæf.
Aðrar síur eru í boð og þarf þá
að setja þær sérstaklega upp á tölvurnar.
Síminn Internet býður m.a. uppá Netvörð
(Cyber Patrol) Netvörður hefur fengið ágæta
dóma og þykir auðveldur í uppsetningu.
Margir skólar reyna að hindra aðgang að óæskilegu
efni á Netinu. Þið ættuð að athuga
hvernig þessum málum er háttað í
skólum barnanna ykkar. Skólarnir ættu að
koma sér upp verklagsreglum um hvernig er tekið á
málum ef það kemur í ljós að
vefsíður sem innihalda óæskilegt efni komast
í gegnum hindranir.
|