Tójuhestar
Tójuhestur er forrit með falda verkáætlun.
Þegar forritið er keyrt, gerir það eitthvað
óvænt, oftast án vitundar notanda. Öfugt
við vírusa sem ætlaðir eru til dreifingar,
eru Tójuhestar oftast (þó ekki algilt) hannaðir
til að skila einu ákveðnu verki. Heilmargir Tójuhestar
hringsóla á Netinu, flestir með það
að markmiði að opna bakdyr að tölvu þegar
notandi hennar er á Internetinu og opna þar með
leið tölvurefa (hakkara) að skrám og göngum.
Sérsmíðaður Tójuhestur getur verið
bundinn ákveðnu forriti. Þegar notandi hleður
slíku forriti niður á tölvuna sína,
hleðst Tójuhesturinn einnig niður í bakgrunninum.
|